Goðsögnin Gianluigi Buffon hefur staðfest að hanskarnir séu komnir á hilluna frægu.
Fregnir af þessu voru farnar að kvisast út en hann staðfestir þetta sjálfur á samfélagsmiðlum.
Buffon er orðinn 45 ára gamall og átti ótrúlegan feril. Hann spilaði síðast hjá Parma, uppeldisfélaginu sínu, þar sem hann hefur verið í tvö ár.
Markvörðurinn er auðvitað frægastur fyrir tíma sinn hjá Juventus.
Þá á Buffon 176 A-landsleiki að baki fyrir hönd Ítala.
Buffon varð tíu sinnum ítalskur meistari, sex sinnum ítalskur bikarmeistari, einu sinni heimsmeistari landsliða og einu sinni franskur bikarmeistari, svo eitthvað sé nefnt.
That's all folks!
You gave me everything.
I gave you everything.
We did it together. pic.twitter.com/bGvIDsoFsG— Gianluigi Buffon (@gianluigibuffon) August 2, 2023