Það verður íslenskt dómaratríó í Sambandsdeildinni á fimmtudag.
Um er að ræða seinni leik Larne FC frá Norður-Írlandi og Balkani frá Kósóvó í 2. umferð Sambansdeildarinnar. Fyrri leiknum lauk 3-0 fyrir síðarnefnda liðið og fer seinni leikurinn frá á heimavelli Larne.
Þeir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson mynda dómaratríóið og fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.