David Raya, markvörður Brentford, hefur náð samkomulagi við Arsenal um persónuleg kaup og kjör.
Markvörðurinn á aðeins ár eftir af samningi sínum við Brentford og fer að öllum líkindum í sumar. Hann hafði verið orðaður við Bayern Munchen en vill frekar fara til Arsenal.
Þar fyrir er Aaron Ramsdale sem hefur verið aðalmarkvörður undanfarin tvö ár. Hann gæti nú verið að fá mikla samkeppni ef Raya mætir á svæðið.
Nú hefur Raya sjálfur samið við Arsenal og látið Brentford vita að hann langi á Emirates leikvanginn.
Nú þurfa félögin aðeins að ná saman.
Understand David Raya has reached an agreement in principle with Arsenal on personal terms 🚨🔴⚪️ #AFC
Brentford have been informed by player side that he wants to join Arsenal — and talks between clubs over formula/price are now expected to accelerate. pic.twitter.com/jnUlQsXyDU
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 1, 2023