Grétar Snær Gunnarsson er búinn að skrifa undir samning við FH í Bestu deild karla.
Þetta var staðfest í kvöld en um er að ræða sölu og gegur Grétar endanlega í raðir FH.
Leikheimild hefur verið staðfest og getur Grétar spilað með FH-ingum gegn Keflavík á útivelli á morgun.
Grétar er uppalinn hjá FH og spilaði örlítið með liðinu árið 2016.
Hann á að baki fimm landsleiki fyrir U21 landslið Íslands en Grétar er fæddur árið 1997.
Alls á leikmaðurinn að baki 145 leiki á sínum ferli og hefur skorað sjö mörk.