Birnir Snær Ingason hefur framlengt samning sinn við Víking R. til 2025. Félagið staðfestir þetta í morgunsárið.
Samningur Birnis, sem er 26 ára gamall, átti að renna út eftir þessa leiktíð og hafði hann til að mynda verið orðaður við Breiðablik.
Nú er hins vegar ljóst að kantamaðurinn verður áfram í Víkinni, þar sem hann hefur átt frábært tímabil.
„Það er gríðarlega sterkt að vera búnir að framlengja við Birni Snæ sem hefur verið virkilega öflugur fyrir okkur seinustu tvö ár og heldur sífellt áfram að bæta sinn leik. Hann er mjög mikilvægur leikmaður innan sem utan vallar og er frábær fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina sem er að stíga sín fyrstu skref í Meistaraflokki Víkings,“ segir Arnar Gunnlaugsson þjálfari við heimasíðu Víkings.