Marco Verratti, miðjumaður Paris Saint-Germain, hefur þegar samþykkt þriggja ára samning við Al Hilal í Sádi-Arabíu. Franska félagið vill hins vegar að Al Hilal hækki boð sitt.
Hinn þrítugi Verratti ætlar sér að feta í fótspor fjölda stjarna í sumar og halda til Sádí. Hjá Al Hilal myndi hann leika með Ruben Neves, Sergej Milinkovic-Savic og Kalidou Koulibaly.
Al Hilal bauð PSG 30 milljónir evra fyrir leikmanninn en franska félagið mun að öllum líkindum heimta hærri upphæð.
Talið er að Al Hilal sé til í að bjóða hærra og að Verratti endi hjá félaginu.
Það er því aðeins undir PSG komið hvort Verratti fari eða ekki.
Marco Verratti reached an agreement with Al Hilal on three year deal — he’s ready to the make the move, as called yesterday. 🚨🔵🇸🇦 #AlHilal
Deal depends on Nasser Al Khelaifi. No intention to accept €30m proposal but it will be improved soon.
It’s up to PSG, up to Nasser. pic.twitter.com/aSavWpRwSu
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 27, 2023