Tom Davies hefur yfirgefið lið Everton en hann varð samningslaus í sumar og leitar að nýju félagi.
Davies er 25 ára gamall en hann spilaði 179 leiki fyrir Everton þar sem hann er uppalinn.
Í dag er Davies að æfa með liði Bristol Rovers í ensku þriðju deildinni undir stjórn Joey Barton.
Barton er sjálfur fyrrum leikmaður í úrvalsdeildinni og lék til að mynda með Newcastle og Manchester City.
Afar ólíklegt er að Davies spili með Bristol í vetur en hann gæti verið með tilboð frá liðum í næst efstu deild sem og í Skotlandi.