Marc Cucurella, leikmaður Chelsea, vonar innilega að miðjumaðurinn Moises Caicedo geri það sama og hann gerði í fyrra.
Cucurella yfirgaf þá lið Brighton fyrir Chelsea en upplifði ekki frábært fyrsta tímabil þar – sem og aðrir leikmenn.
Nú er talið að Caicedo sé á leið til Chelsea einnig frá Brighton en þessir tveir þekkjast nokkuð vel.
Cucurella hvetur Caicedo til að taka skrefið til Chelsea en hann hefur sjálfur greint frá því að það sé hans vilji að færa sig um set.
,,Ég hef lesið það margoft í fjölmiðlum að hann vilji koma hingað. Okkar samband er mjög gott,“ sagði Cucurella.
,,Hann er toppleikmaður og ef hann kemur hingað þá erum við með miðjumann í hæsta klassa í langan tíma.“