Giuseppe Rossi, fyrrum leikmaður Manchester United og Villarreal, hefur lagt skóna á hilluna 36 ára gamall.
Rossi hefur ekki spilað marga leiki undanfarin ár en hann lék síðast með SPAL á Ítalíu á þessu ári.
Meiðsli voru helstu vandræði Rossi á hans ferli en hann var gríðarlegt efni á sínum tíma og talinn undrabarn.
Rossi lék með Man Utd frá 2004 til 2007 en var svo seldur til Villarreal og var þar í heil sex ár.
Ekki nóg með það heldur lék framherjinn einnig 30 landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði í þeim sjö mörk.