Daníel Hafsteinsson hefur krotað undir nýjan samning við KA en þetta staðfestir félagið í kvöld.
Um er að ræða Akureyring en hann spilaði sinn 100. leik fyrir félagið á dögunum.
Miðjumaðurinn lék með Helsingborg í atvinnumennsku í tvö ár en samdi svo við FH er hann sneri aftur heim.
Eftir stutt stopp hjá FH samdi Daníel svo aftur við KA og hefur staðið sig með prýði.
Samningurinn er til tveggja ára og gildir til ársins 2025.