Matt Doherty er genginn aftur í raðir lið Wolves eftir afskaplega misheppnaða dvöl á Spáni.
Doherty yfirgaf Wolves fyrir Tottenham árið 2020 en hann náði aldrei að sýna sitt rétta andlit í London.
Þessi 31 árs gamli leikmaður gekk svo í raðir Atletico á sex mánaða samningi á síðustu leiktíð en það gekk engan veginn upp.
Doherty spilaði yfir 300 leiki fyrir Wolves frá 2010 til 2010 en hann kom til liðsins frá Bohemians fyrir 13 árum.
Um er að ræða hægri bakvörð sem á að baki 36 landsleiki fyrir þjóð sína, Írland.