Erik ten Hag segir að David de Gea kveðji Manchester United sem goðsögn eftir tólf ár hjá félaginu. Ten Hag ákvað hins vegar að losa sig við hann.
De Gea varð samningslaus í sumar og eftir nokkra umhugsun ákvað United að hætta við að bjóða honum nýjan samning.
Ten Hag tók ákvörðunina eftir eitt tímabil með De Gea og krækti í Andre Onana frá Inter í hans stað.
„Hann hefur gert frábæra hluti fyrir félagið, á síðasta tímabili átti hann stóran þátt í því að koma okkur í Meistaradeildarsæti, vinna deildarbikarinn og fara í bikarúrslit,“ segir Ten Hag.
„Við erum mjög þakklátir fyrir hvað hann gerði fyrir okkur og við berum mikla virðingu fyrir honum.“
„Stundum kemur tímapunktur þar sem leikmaður og lið fara í sitthvora áttina, þetta er hluti af leiknum og svona hlutir gerast.“