Manchester United hefur gengið frá skammtíma samningi við Jonny Evans sem var án félags eftir að samningur við Leicester rann út.
Evans fer í æfingaferð með United til Bandaríkjanna annað kvöld. Hann hefur æft með vara og aðalliði félagsins undanfarnar vikur til að halda sér í formi.
Liðið leikur æfingaleik gegn Lyon í Skotlandi á morgun áður fn félagið ferðast yfir hafið.
Evans ólst upp hjá United en ekki er útilokað að félagið semji við hann út tímabilið ef Harry Maguire verður seldur.
Evans hefur átt frábæran feril með United, West Brom og Leicester.