Varnarmaðurinn Jurrien Timber er genginn í raðir Arsenal en hann er 22 ára gamall og kemur frá hollandi.
Arsenal er búið að staðfesta komu Timber en hann var áður hjá Ajax og er hollenskur landsliðsmaður.
Arsenal er búið að staðfesta númer Timber en hann mun óvænt klæðast treyju með tölunni 12 að aftan.
Þetta er annar leikmaðurinn sem Arsenal fær í sumar en liðið var nú þegar búið að kaupa Kai Havertz frá Chelsea.