Kyle Walker varnarmaður Manchester City er búinn að semja við FC Bayern um kaup og kjör. Er um að ræða tveggja ára samninga með möguleika á auka ári.
Walker á ár eftir af samningi sínum við Manchester City en nú þurfa félögin að ná saman.
Walker er 33 ára gamall en hann hefur verið hjá City í sex ár og verið algjör lykilmaður í liði Pep Guardiola.
Varnarmaðurinn hefur íhugað mál sitt í sumar en City vill halda í hann en gæti þó freistast til að selja hann til Bayern.
Thomas Tuchel vill fá Walker til félagsins en Bayern virðist ætla að versla á Englandi í sumar því félagið er einnig á eftir Harry Kane.
❗️Excl. News #Walker: Bayern have reached a total verbal agreement NOW! Walker, ready to sign for FC Bayern as he said YES today!
Now, Bayern has to find an agreement with ManCity. #MCFC
➡️ Contract until 2025 + 1 as revealed. @NathGissing | @SkySportDE 🏴 pic.twitter.com/ebdRPImqX7
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 14, 2023