Barcelona er að skoða það mjög alvarlega að kaupa Thiago Alcantara aftur heim til félagsins í sumar.
Sport á Spáni segir frá þessu en Thiago er á leið inn í sitt síðasta ár á samningi hjá Liverpool.
Thiago ólst upp hjá Barcelona en hefur undanfarin ár spilað með FC Bayern og Liverpool.
Lið frá Sádí Arabíu hafa einnig sýnt Thiago áhuga en endurkoma heim til Katalóníu gæti kitlað.
Thiago hefur aðeins dalað hjá Liverpool eftir frábæra byrjun og spurning hvort Jurgen Klopp sé klár í að missa hann.