fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Inter leggur fram annað tilboð í Lukaku

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 10:30

Romelu Lukaku. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inter hefur lagt fram annað tilboð í Romelu Lukaku að sögn helstu miðla.

Ítalska félagið reynir að fá leikmanninn til sín frá Chelsea á ný.

Lukaku gekk í raðir Chelsea frá Inter sumarið 2021 fyrir næstum 100 milljónir punda. Belgíski framherjinn stóð hins vegar engan veginn undir væntingum hjá Chelsea og var lánaður til Inter á ný síðasta sumar.

Hann virðist ekki eiga neina framtíð hjá Chelsea og vill halda aftur til Inter í sumar.

Ítalska félagið gerði tilboð í hann á dögunum þar sem það hefði fengið Lukaku á láni og þurft að kaupa hann næsta sumar. Chelsea taldi það tilboð óásættanlegt.

Nú hefur Inter hins vegar lagt fram 30 milljóna evra tilboð í Lukaku, auk árangurstengdra greiðslna síðar meir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Í gær

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar