fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Fréttir

Flugslysið á Austurlandi – Hin látnu öll íslensk

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júlí 2023 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú létust í hörmulegu flugslysi á Austurlandi í gær, karlmaður sem flaug vélinni og tveir farþegar, karl og kona. Hin látnu voru íslensk og var flugferðin vinnuferð samkvæmt heimildum DV.

Minningarstund verður haldin í Egilsstaðakirkju klukkan 18.00 annað kvöld, þriðjudagskvöld. Prestar kirkjunnar ásamt fulltrúum úr viðbragðshópi RKÍ á Austurlandi vegna sálræns stuðnings verða við minningarathöfnina.

Sjá einnig: Minningarstund í Egilsstaðakirkju vegna flugslyssins

Slysið varð við Sauðahlíðar, suður af Skriðdal og vestur af Öxi og er rannsókn slyssins í höndum rannsóknarnefndar samgönguslysa og lögreglunnar á Austurlandi. 

Samfélagið fyrir austan er í áfalli vegna þessa hörmulega slyss, um 14 þúsund manns búa á Austurlandi öllu, og bendir Samráðshópur almannavarna um áfallahjálp á að hægt er að leita til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, kirkjunnar, hjálparsíma Rauða krossins og Félagsþjónustunnar í Múlaþingi og Fjarðarbyggð.

Á vef Austurfréttar koma fram símatímar presta, sálgæsluaðila og annarra sem hlúa að þeim sem eiga um sárt að binda:

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA): Hægt er að senda póst á afallahjalp@hsa.is eða hringja á heilsugæslu HSA og fá samtal við hjúkrunarfræðing í síma 470-3000 á dagvinnutíma. Sjá upplýsingar um opnunartíma hér og á Facebooksíðunni Heilbrigðisstofnun Austurlands.

Kirkjan – Prestar eru til viðtals í síma fyrir hjálp eða sálgæslu eins og óskað er eftir:
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Fáskrúðsfirði 8971170, jona.kristin.thorvaldsdottir@kirkjan.is
Sigríður Rún Tryggvadóttir, 6984958 sigridur.run.tryggvadottir@kirkjan.is
Arnaldur Arnold Bárðarson, Breiðdalsvík 7668344, arnaldur.bardarson@kirkjan.is
Ingibjörg Jóhannsdóttir, djákni, 7601033, ingibjorg.johannsdottir@kirkjan.is

Félagsþjónustan í Múlaþingi, sími 4700700
Félagsþjónustan í Fjarðarbyggð, sími 4709015 fyrir ráðgjöf og upplýsingar

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og þar er einnig hægt að ná sambandi við ráðgjafa í gegnum netspjall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut