fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Nú aðeins fáanlegur fyrir einn milljarð punda

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. júlí 2023 14:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eduardo Camavinga hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við spænska stórliðið Real Madrid.

Marca á Spáni fullyrðir þessar fregnir en Camavinga gekk aðeins í raðir Real fyrir tveimur árum frá Rennes.

Síðan þá hefur Camavinga fest sig í sessi sem mikilvægur leikmaður Real og skrifar undir samning til ársins 2028.

Athygli vekur að kaupákvæði Camavinga hljómar nú upp á einn milljarð punda og ljóst er að ekkert félag er að fara taka hann fyrir þá upphæð.

Camavinga er einn efnilegasti miðjumaður heims og er ljóst að Real hefur engan áhuga á að missa hann til annars félags á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll