fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Pútín hótar árás á NATO-svæði – Óskynsamleg áhætta segir sérfræðingur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. júní 2023 04:15

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín hefur oft hótað NATO-ríkjunum og sagt þeim að „leika sér ekki að eldinum“ en þó án þess að vera mjög nákvæmur í orðum um hvað hann hefur í hyggju. En í ræðu, sem hann flutti á föstudaginn á efnahagsráðstefnu í St Pétursborg, varð hann skyndilega mjög skýr í máli og hafði í beinum hótunum við þau vestrænu ríki sem íhuga nú að láta Úkraínumönnum F-16 orustuþotur í té.

Jótlandspósturinn hefur eftir Claus Mathiesen, hernaðarsérfræðingi við danska varnarmálaskólann, að í hótuninni felist hætta á að stríðið breiðist út og stigmagnist.

Pútín kom fram á ráðstefnunni til að ræða um rússnesk efnahagsmál en ekki leið á löngu þar til hann beindi orðum sínum að stríðinu í Úkraínu. Í lokin á þeirri umræðu beindi hann orðum sínum að vestrænum bandamönnum Úkraínu og NATO og ræddi um hugsanlega afhendingu á F-16 vélum til Úkraínumanna.

Hann sagði að það að láta Úkraínu fá slíkar vélar muni valda „alvarlegri hættu á að NATO dragist enn frekar inn í átökin á milli Rússlands og Úkraínu“. Hann sagði einnig að hann sé reiðubúinn til að láta vélarnar „brenna“, hvort sem þær enda í Úkraínu eða eru á leið til Úkraínu og jafnvel þótt þær séu á NATO-svæði.

Bein rússnesk árás á NATO-ríki virkjar fimmtu greinina svokölluðu, hinn svokallaða skyttueið sem kveður á um að árás á eitt NATO-ríki sé árás á þau öll. Greinin skuldbindur önnur NATO-ríki til að bregðast við ef ráðist er á eitt þeirra.

Claus Mathiesen tjáði sig um færslu The Moscow Times um málið og sagði að það væri heimskulegt af Rússum að gera árás á F-16 vélar á yfirráðasvæði NATO. Það myndi valda hættu á að stríðið myndi breiðast út og stigmagnast. „Það held ég að menn viti einnig í Kreml,“ skrifaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti