fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Ríkisstjórnin hafi afhent ofstækisfólki völdin

Eyjan
Föstudaginn 16. júní 2023 15:04

Brynjar Níelsson segir kjörna fulltrúa afhenda umboðslausum aktivistum, sem enga ábyrgð bera gagnvart neinum, völdin í mikilvægum málaflokkum. Reikningurinn lendi svo hjá skattgreiðendum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega munu allir fatlaðir eiga rétt á sundlaug heima hjá sér og þeir sem hafa upplifað mótlæti í lífinu munu eiga rétt á bótum, allt á kostnað skattgreiðenda. Þetta skrifar Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og varaþingmaður í pistli sem birtist á Eyjunni í dag.

Brynjar segir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vera mjög upptekna af því að hér verði komið á fót Mannréttindastofnun, enn einni stofnuninni sem skattgreiðendur eigi að fjármagna en kjörnir fulltrúar hafi ekkert með að gera.

Í þessari stofnun segir Brynjar að safnað verði saman umboðslausum aktivistum í mannréttindum, „Þórhildum Sunnum þessa lands“, sem eigi að hafa endanlegt vald í mannréttindamálum. Þetta segir hann að muni auka ríkisútgjöld mjög og spáir því að allir fatlaðir muni fá rétt á sundlaug heima hjá sér og allir sem telji sig hafa mætt mótlæti í lífinu eigi rétt á bótum úr hendir skattborgara.

Brynjar segir þá þróun að kjörnir fulltrúar afhendi umboðs- og ábyrgðarlausum aktivistum völdin ekki einskorðast við mannréttindamál og ekki heldur við ísland. Benda megi á málefni flóttamanna og umhverfismál. Þetta sé að gerast víðar en hér á landi og meðal annars hafi pólitískir aktivistar fengið afhent völdin í nánast öllum nefndum og stofnunum Evrópuráðsins.

Pólitískir aktivistar eru að sögn Brynjars alla jafna ofstækisfólk og fái það völdin afhent endi það alltaf í fjárhagslegu og andlegu þroti. Heildarhagsmununum sé fórnað, enda skipti þeir þetta fólk engu máli.

Pistilinn í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist