fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Héraðsstubbar

Eyjan
Laugardaginn 10. júní 2023 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allmargir íhaldsmenn á Alþingi undir forystu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, fyrsta þingmanns Suðurlands, að fullu studdir af Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, fara með það á samviskunni inn í sumarfríið að sýna stríðshrjáðri úkraínskri þjóð fingurinn. Það er mikilvægara að mati þessa fólks að standa vörð um sérhagsmuni bænda heima í héraði en að halda áfram táknrænum stuðningi við það fólk í álfunni okkar sem er að tapa heimkynnum sínum, eignum, lífi og limum.

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, þar sem Guðrún situr í forsæti, hafði sumsé geð í sér til að taka fyrir frekari tímabundinn tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum frá Úkraínu, sem einmitt á sínum tíma var lagður til svo styrkja mætti atvinnulífið á stríðshrjáðum svæðum á bökkum Dnjépr.

Stjórnarliðum í nefndinni finnst sjálfgefið að vernda fremur íslenska bændur. Það beri að hlúa að forskoti þeirra – og ekkert, ekki einu sinni aðstoð við bágstadda bræður og systur í álfunni, megi skyggja á stöðu sunnlenskrar iðnaðarframleiðslu á alifugli. Tollamúrarnir skulu áfram vera svo sterkir að engir skuli komast yfir þá. Einokunarstaðan verði áfram að vera svo trygg að engin undanþága fáist til að ógna henni í bráð og lengd. Landsmenn eigi áfram að búa við trygga og trausta fákeppni á sviði matvælaframleiðslu svo öruggt sé að þeir fái ekki keypt hana á hagstæðu verði.

Þetta er tónninn. Þetta er skipunartónninn.

Við eigum þetta og megum þetta.

Þess vegna er gleðilegt að á sama tíma skuli vera til stjórnmálamenn sem standa í lappirnar. Það gerði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í einni af síðustu ræðunum á Alþingi fyrir sumarfríið þar sem hann vandaði meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar ekki kveðjurnar. Ákvörðun meirihluta hennar væri ósæmandi á meðan Úkraína berðist fyrir frelsi. Og það er mergurinn málsins. Ráðherra hélt kúrs.

Það hefur líka Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra gert með afdráttarlausum tilmælum um að sendiherra Rússa á Íslandi fari úr landi og dregið verði að mun úr starfsemi sendiráðsins í Reykjavík til samræmis við þá ákvörðun hennar að loka sendiráði Íslands í Moskvu, að minnsta kosti um stundarsakir.

Það er bragur að þessu.

Samskipti Íslands og Rússlands á sviði menningar, viðskipta og stjórnmála eru í lágmarki af augljósum ástæðum og því er engin ástæða til að halda úti óbreyttu starfi sendiráðanna í hvoru landi fyrir sig. Þar fyrir utan er ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar táknræn áminning um að Ísland ver frelsi og lýðræði gegn ásælni einræðis og illmennsku.

Það er jafn ánægjulegt að til skuli vera stjórnmálamenn sem eru hafnir yfir hagsmuni héraðsins á neyðarstundu í Evrópu og það er ámátlegt að enn skuli vera til pólitíkusar sem er um megn að hugsa út fyrir kjördæmið sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
09.04.2025

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
03.04.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
EyjanFastir pennar
02.04.2025

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .