fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Mexíkóska lögreglan fann 45 poka með líkamsleifum starfsmanna úthringivers

Pressan
Mánudaginn 5. júní 2023 20:00

Mexíkóskir lögreglumenn að störfum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Guadalajara í Jalisco í Mexíkó fann nýlega 45 poka með líkamsleifum sjö starfsmanna úthringivers. Pokarnir fundust í gili í úthverfi Guadalajara að sögn saksóknara.

Tilkynnt var um hvarf sjömenningana á milli 20. og 22. maí síðastliðinn en þeir störfuðu í úthringiveri í Guadalajara.

CNN segir að það sé mat lögreglunnar að líkamshlutarnir, sem voru í pokunum, séu af umræddum sjömenningum en allt var þetta ungt fólk. Réttarmeinafræðingar eru enn að vinna að rannsókn á líkamshlutunum.

Frá 2018 hafa rúmlega 1.500 lík fundist í Jalisco ef miða má við opinberar tölur. Það sem af er ári hafa 147 lík fundist.

Morðtíðnin í landinu er ein sú hæsta í heimi en þar takast eiturlyfjahringar á innbyrðis og við lögreglu og her landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar