fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Hjó föður sinn sextán sinnum í höfuðið og breytti honum í uppvakning – Peter var lifandi dauður

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 3. júní 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar að Peter Porco mætti ekki í vinnuna dag einn í nóvember árið 2004 fengu vinnufélagar hans áhyggjur. Peter mætti alltaf í vinnuna en nú svaraði hann ekki einu sinni símanum. Síminn virtist bilaður.

Þeir ákváðu að hringja á lögreglu og biðja um að kannað yrði hvort ekki væri allt í lagi á Porco heimilinu en fjölskyldan bjó í bænum Betlehem í New York fylki. 

Það sem mætti lögreglumönnunum var ekkert annað en ólýsanlegur hryllingur. 

Fyrir utan útidyrnar var blóð og dyrnar hálfopnar. 

Peter Porco fannst rétt fyrir innan, hann var alblóðugur og látinn af völdum fjölda höggsára á höfði. Í svefnherbergi hjónanna lá kona hans, Joan, hún hafði einnig höggsár á höfði, þar af eitt er hafði svo að segja aðskilið kjálka hennar frá höfuðkúpu og annað sem hafi farið í gegnum auga hennar.

Hver gat hafa framið slíkan verknað á þessum elskulegu hjónum sem öllum líkaði við og höfðu aldrei gert nokkrum manni mein?

Joan og Peter elskuð syni sína út af lífinu.

Synirnir

Hjónin áttu tvo syni sem þau elskuðu út af lífinu, þá Johnathan og Christopher. En ólíkt eldri bróðurnum var alltaf töluvert vesen á hinum 21 árs Christopher. 

Christopher hafði verið í hinum virta háskóla í Rochester þar sem hann spilaði sig sem milljónamæring. Hann keypti áfengið í öll partý, var í merkjavörufötum og veifaði seðlum í kringum sig. Joan og Peter voru ágætlega sett í lífinu, en þau voru ekki milljónamæringar.

Peningana fékk Christopher með þjófnaði. Hann stal öllu steini léttara, meðal annars tveimur fartölvum af foreldrum sínum og lét sem um innbrot hefi verið að ræða. Þau voru eðlilega svekkt enda þurftu þau að kaupa sér nýjar vélar sem Christopher stal líka nokkru síðar og kenndi aftur um innbroti.

Hann sveik einnig fé út úr fólki á vefsíðunni Ebay.

Joan, Peter og Christopher

Gloppótt skólavist

Christopher var vísað úr skóla eftir haustönn árið fyrir morðið, 2003, þar sem hann féll í hverju einu og einasta fagi. 

Foreldrar hans voru svekktir en sögðu að ekki væri öll von úti og að Christopher gæti farið í almennan háskóla í staðinn. Sem og hann gerði á vorönn árið 2004. En Christopher féll aftur, í öllum fögum. Hann nennti ekki að læra.

Aftur voru foreldrar hans afar leiðir en hresstust við þegar að Rochester háskóli tók aftur við Christopher. Hann hafði nefnilega falsað niðurstöður einkunna úr ríkisrekna skólanum. 

Porco hjónin voru yfir sig glöð að vita af syni sínum á réttri leið og greiddu offjár í skólagjöld, bækur og einkakennslu. Hvað sem Christopher bað um fékk hann. En féð rann að mestu beint í vasa sonar þeirra, án vitneskju Joan og Peters.

Christoper Porco

Við elskum þig

Christopher tók meira að segja út 31 þúsund dollara lán með því að falsa rithönd föður síns og notaði féð meðal annars til að kaupa sér skærgulan Wrangler jeppa, sem hann var afar stoltur af.

Auðvitað komust foreldrar hans að stuldinum en Christopher svaraði ekki síma. Í byrjun nóvember sendi Peter þá syni sínum tölvupóst. Spurði hann Christopher hvort hann hefði virkilega gert þetta og ef svo, af hverju? Tölvupósturinn endaði á því að vissulega væru móður hans og hann miður sín yfir slíkri framkomu en þau elskuðu hann samt sem áður og vildu honum allt það besta í lífinu. 

Innan við tveimur vikum seinna voru þau hjón myrt. 

Nóg af sönnunum

Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að aðfaranótt 15. nóvember ók Christopher tveggja tíma ferð úr skólanum og heim. Hann aftengdi þjófavarnarkerfið, klippti á símalínuna og sótti öxi. 

Hann læddist þvínæst upp í svefnherbergi foreldra sinna og hjó föður sinn sextán sinnum með exinni í andlitið, því næst sneri hann sér að skelfingu lostinni móður sinni og hjó hana þrisvar sinnum, einnig í andlitið. 

Ánægður með vel unnið verk sneri hann aftur í háskólann. 

Jonathan og Joan eru algjöra á sitthvoru máli um hver er sekur. 

Lifandi dauður

En þá kemur að því ótrúlegasta.

Þegar að vekjaraklukka Peter hringdi um morguninn fór hann á fætur, með sextán höggsár á höfði. Hann hafði lifað árásina af.

Blóðslóðin sýndi að hann fór á salernið, fór niður í eldhús, kveikti á kaffivélinni, gerði tilraun til að taka úr uppþvottavélinni, pakkaði nesti og skrifaði meira að segja ávísun. Sú var til að greiða fjölda stöðumælasekta Christophers. Hann fór út að sækja dagblaðið en hurðin féll í lás á eftir honum. Peter fann aukalykil sem var falinn, opnaði dyrnar, gekk inn, féll hann niður og lést.

Öxin hafði gjöreyðilagt framheila Peters en merkilegt nokk, þá virkuðu enn aðrir partar heilans, þeir er varðveita meðal annars dagleg verkefni.

Peter var í raun lifandi dauður í rúman hálftíma þennan morgun, líkt og uppvakningur. Hann hafði enga rökhugsun en athafnaði sig eftir rútínu sem geymd var í bakhluta heilans. 

Joan Porco í réttarsal.

Kinkaði kolli

Þegar að lögregla fór að huga að Joan sáu þeir hið ótrúlega. Hún var enn á lífi og var í snarhasti kallaði á sjúkraflutningafólk. Joan var það gríðarlega slösuð að lögregla taldi útilokað að hún myndi lifa jafnvel fer á sjúkrahúsið af og vildi í örvæntingu fá svör. 

Spurðu þeir Joan hvort hún skildi þá og kinkaði hún kolli, enda kjálkinn svo að segja farin af henni og hún mállaus.

Spurðu þeir hvort hún þekkti árásarmanninn og aftur kinkaði hún kolli, svo og þegar spurð um hvort fjölskyldumeðlim væri að ræða. Hún aftur á móti náði að hrista höfuðið þegar spurð um hvort það hefði verið eldri sonur hennar en kinkaði aftur kolli þegar spurð um hvort það hefði verið yngri sonur hennar. 

Enginn átti von á því en Joan lifði árásina af. Hún þurfti að fara í fjölda aðgerða til að byggja upp andlit hennar og var blind á öðru auga og hálfblind á hinu.

Porco trial testimony
Jonathan hefur alltaf talið bróður sinn sekan.

Klofin fjölskylda

Christopher var handtekinn og ákærður fyrir árásina á móður sína og morðið á föður sínum. 

Christopher neitaði og sagðist hafa verið á heimavist og gætu skólafélagar hans vitnað um það. En ekki nokkur sála gat staðfest það. Hinn skærguli jeppi hafði einnig náðst á tollmyndavélum og öryggismyndavélum og hafði nágranni séð bílinn lagðan í garðinum um nóttina. Og bíllinn var vægast sagt áberandi.

En samt neitaði Christopher og það sem merkilegasta er, Jóan móðir hans tók undir með honum og sagði útilokað að sonur hennar hefði framið árásina. Hún kvaðst sennilega hafa verið rugluð þegar að hún kinkaði kolli við spurningum lögreglumanna. 

Í raun er líklegast að Joan muni ekkert eftir nóttinni.

Í nýlegu viðtali áréttaði Christopher sakleysi sitt.

Barátta Joan

Hún skrifaði meira að segja fjölda bréfa til stjórnmálamanna og áhrifafólks og bað um að ,,þessum ofsóknum á hendur syni sínum yrði hætt.”

Johnathan, eldri bróðir Christopher er aftur á móti ekki í nokkrum vafa um að bróðir hans beri ábyrgðina og klufu ólíkar skoðanir það sem eftir var af Porco fjölskyldunni. 

En kviðdómur gaf lítið fyrir það og var Christopher Porco dæmdur til lífstíðarfangelsis árið 2006, með möguleika á reynslulausn eftir 50 ár. 

Joan Porco berst enn fyrir að fá son sinn lausan. Christopher heldur enn fram sakleysi sínu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað