fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Ný kenning um kórónuveirufaraldurinn – „Ekki hægt að útiloka það“

Pressan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 04:14

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki hægt að útiloka að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hafi sloppið út frá rannsóknarstofu í milljónaborginni Wuhan í Kína.

Þetta sagði George Gao, fyrrum yfirmaður kínversku smitsjúkdómastofnunarinnar, í viðtali við BBC.

Kínversk stjórnvöld hafa fram að þessu vísað öllum kenningum, um að veiran gæti hafa sloppið út frá rannsóknarstofunni, á bug. En Gao, sem gegndi lykilhlutverki í viðbrögðum Kínverja við veirunni, er ekki alveg jafn sannfærður að sögn BBC.

„Mann getur alltaf grunað eitthvað. Þannig eru vísindin. Og það er ekki hægt að útiloka neitt,“ sagði hann í samtali við BBC Radio 4.

Hann sagði einnig að kínversk yfirvöld hafi hugsanlega tekið kenninguna alvarlegar en þau hafa viðurkennt opinberlega. Hann sagði að ýmsar formlegar rannsóknir hafi verið gerðar á málefnum umræddrar rannsóknarstofu en hún hefur árum saman verið notuð við rannsóknir á kórónuveirum.

BBC segir að þetta sé í fyrsta sinn sem það komi fram að rannsókn hafi verið gerð á málefnum rannsóknarstofunnar. Gao sagði einnig að hann hafi „heyrt“ að ekkert grunsamlegt hafi fundist. „Ég held að niðurstaða þeirra hafi verið að þeir fari eftir öllum starfsreglum. Þeir fundu engin mistök,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Í gær

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Í gær

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson