fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Bæjarar strá salti í sárin – Ætla að leika kunnuglegan leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. maí 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eflaust nokkuð dökkt yfir herbúðum Borussia Dortmund þessa dagana eftir að liðið glutraði frá sér Þýskalandsmeistaratitlinum á grátlegan hátt um helgina. Stemningin gæti orðið enn súrari ef marka má nýjustu fréttir.

Dortmund þurfti aðeins að vinna Mainz á heimavelli til að tryggja sér titilinn. Það mistókst og varð Bayern Munchen Þýskalandsmeistari ellefta árið í röð.

Til að strá salti í sár Dortmund vill Bayern einn af lykilmönnum liðsins í sínar raðir. Um er að ræða Raphael Guerrero.

Portúgalski landsliðsmaðurinn er að vera samningslaus eftir sjö ár hjá Dortmund og verður því frjáls ferða sinna.

Guerrero hefur hafið viðræður við Bayern og eru líkur á að samningar náist.

Kappinn spilaði alls 224 leiki fyrir Dortmund. Hann skoraði 40 mörk og varð bikarmeistari í tvígang með félaginu.

Þetta yrði alls ekki í fyrsta sinn sem lykilmaður Dortmund færi til Bayern. Það hafa menn á borð við Mario Götze, Robert Lewandowski og Mats Hummels einnig gert í fortíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Í gær

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?