fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Nick Jonas þurfti að leita sér sálfræðiaðstoðar eftir svakalegt klúður á sviði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 23. maí 2023 13:59

Jonas og Ballerini á ACM verðlaunahátíðinni árið 2016.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Nick Jonas, sem gerði garðinn frægan með bræðrum sínum í hljómsveitinni Jonas Brothers, rifjar upp verstu sviðsframkomu sína sem var svo slæm að hann þurfti að leita sér sálfræðiaðstoðar í kjölfarið.

Hann greinir frá þessu í hlaðvarpsþættinum Armchair Expert.

Árið 2016 kom Nick fram á ACM verðlaunahátíðinni ásamt söngkonunni Kelsea Ballerini. Hann segir að hann hafi tekið  „virkilega slæmt gítarsóló“ á meðan þau fluttu lagið Peter Pan.

„Eftir á að hyggja get ég hlegið að þessu, mér fannst þetta svo mikið mál þá,“ segir hann og bætir við að hann hafi þurft að leita til fagaðila eftir atvikið.

En hvað gerðist eiginlega? Nick getur ekki svarað því.

„Ég hafði æft þetta lag milljón sinnum og var mjög öruggur […] Lagið byrjaði og allt var í góðu, svo þegar ég gekk í áttina að henni þá var ég skyndilega alveg tómur og ég spilaði vitlausa nótu. Ég bara algjörlega datt út og gat ekki hætt að klúðra,“ segir hann.

„Enn þann dag í dag, eftir að hafa eytt mörgum klukkustundum í að reyna að skilja hvað klikkaði, þá er ég engu nær.“

Hér að neðan má sjá umrætt gítarsóló. Fyrri hluti myndbandsins er lagið eins og það á að vera, seinni hluti myndbandsins er upptaka frá verðlaunahátíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025