fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Uppgötvuðu 62 ný tungl á braut um Satúrnus

Pressan
Laugardaginn 27. maí 2023 13:30

Cassini á braut um Satúrnus. Mynd:NASA/JPL-Caltech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað 62 ný tungl á braut um Satúrnus og eru þekkt tungl plánetunnar því orðin 145. Þetta þýðir að skammvinnum en glæsilegum tíma Júpíters á toppi listans yfir þær plánetur sem eru með flest tungl er lokið.

Vitað er með vissu að 95 tungl eru á braut um Júpíter en í desember uppgötvuðu vísindamenn 12 ný tungl á braut um þennan gasrisa. Þar með tók Júpíter fram úr Satúrnusi hvað varðar fjölda tungla. En nú þarf Júpíter að víkja úr toppsætinu.

Satúrnus er fyrsta og eina plánetan í sólkerfinu sem vitað er að er með meira en 100 tungl á braut um sig.

Það voru vísindamenn við University of British Columbia sem uppgötvuðu nýju tunglin og komu Satúrnusi á toppinn á nýjan leik.

Vísindamennirnir notuðust við gögn frá CanadaFranceHawaii stjörnusjónaukanum, sem er á toppi Mauna Kea, frá 2019 til 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar