fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 22. maí 2023 14:26

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt Vísis  var íslensk kona, um fimmtugt, flutt alvarlega særð á sjúkrahús eftir að hafa verið stungin með hníf síðasta laugardag í húsi í Lundi í suðurhluta Svíþjóðar. Maður sem er 45 ára gamall og tengist konunni var handtekinn í nágrenninu, grunaður um árásina, en síðar sleppt.

Vísir vitnar í frétt sænska ríkissjónvarpsins, SVT, af málinu og segir þar koma fram að saksóknari hafi ákveðið, eftir nánari rannsókn, að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Lögreglan er að sögn ekki tilbúin til að greina nánar frá tengslum mannsins og konunnar en í frétt Vísis er maðurinn sagður enn grunaður um tilraun til manndráps.

Í frétt SVT, sem Vísir vitnar til, sem hefur verið uppfærð segir hins vegar saksóknarinn, Josefin Sävlund, að við rannsókn málsins hafi komið í ljós upplýsingar sem gert hafi það að verkum að maðurinn sé ekki lengur grunaður um neitt saknæmt. Hún tjáði sig ekki um hvort einhver annar aðili er grunaður um hnífsstunguárásina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 1 viku

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 1 viku

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni