fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Simmi botnar ekki í gagnrýni á ummæli Arnars – „Vilt þú að píkur séu harðar og grófar?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. maí 2023 20:00

Simmi Vill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings í Bestu deild karla, baðst á dögunum afsökunar á að hafa notað orðið píka á niðrandi hátt í viðtali. Sigmar Vilhjálmsson og Hugi Halldórsson tóku þetta fyrir í hlaðvarpi sínu, 70 mínútur.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hafði kallað lið Víkings það grófasta í deildinni eftir leik liðanna á dögunum.

Arnar ræddi ummælin í viðtali við Fótbolta.net. „Ég tek því sem hrósi bara,“ sagði Arnar. „Af því við vorum algjörar píkur í fyrra.“

Arnar fékk harða gagnrýni fyrir ummælin og baðst síðar afsökunar á þeim á Facebook.

„Biðst innilegrar afsökunar á ekkert eðlilega hallærislegum ummælum sem höfð voru eftir mér í gær. Árið er 2023 og ég er að nota frasa sem er bæði móðgandi og viðheldur úreltri og rangri staðalímynd. Arnar Bergmann Gunnlaugsson – gera betur.“

Sigmar botnar ekki í því að fólk telji ummælin niðrandi. „Vilt þú að píkur séu harðar og grófar?“ spyr hann í hlaðvarpi sínu.

„Það er flott að hann baðst afsökunar. En ég vil benda á að í þessu samhengi fannst mér þetta síður en svo niðrandi fyrir píkur.“

Sigmar segir suma einfaldlega skanna netmiðla í leit að einhverju til að móðgast yfir.

„Sumir nærast á því að finna eitthvað. Það les líklega fréttirnar til þess eins að finna eitthvað.

Ég skil það. Fólk vill bara stundum vera séð og að það sé tekið eftir því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin