fbpx
Mánudagur 12.janúar 2026
Eyjan

Ráðherra gagnrýnir borgarstjórnarmeirihlutann harðlega – „Frök­en Reykja­vík var áður drottn­ing en er núna blönk“

Eyjan
Miðvikudaginn 17. maí 2023 11:30

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sendir stjórnendum borgarinnar sneið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar líkir hún fjárhagslegri hnignun borgarinnar við fall Nokia úr sessi sem leiðandi aðila á farsímamarkaðnum. Áslaug skrifar:

„Það hafa verið skrifaðar marg­ar lærðar grein­ar um það hvernig Nokia varð und­ir og fyr­ir því eru fjöl­marg­ar ástæður. Ein af þeim sem vega þar þungt er viðhorf stjórn­enda fé­lags­ins til framþró­un­ar og vænt­inga neyt­enda. Með ein­föld­um hætti má segja að stjórn­end­ur Nokia töldu sig vita bet­ur en al­menn­ing­ur hvaða síma ætti að nota og hvernig.“

Áslaug segir að þetta viðhorf og þessa þróun mála megi yfirfæra á Reykjavíkurborg, sem hafi einu sinni verið vel rekin og öflug borg þar sem eftirsótt var að búa. „Frök­en Reykja­vík var áður drottn­ing en er núna blönk og hef­ur ekki burði til að þjón­usta íbúa sína með full­nægj­andi hætti,“ segir ráðherrann.

Segir Áslaug að varnaðarorðum sínum til stjórnenda borgarinnar hafi verið mætt með skætingi og útúrsnúningum:

„Í grein sem ég skrifaði í fe­brú­ar 2021 sagði ég að ef Reykja­vík­ur­borg væri heim­il­is­bók­hald væri rekst­ur heim­il­is­ins í járn­um og yf­ir­drátt­ur­inn full­nýtt­ur þrátt fyr­ir að heim­il­is­menn hefðu fengið launa­hækk­an­ir síðustu ár. Grein­in vakti litla kátínu meðal meiri­hlut­ans sem svaraði með hefðbundn­um hætti; skæt­ingi og út­úr­snún­ing­um. Síðan þá hef­ur fjár­hags­staðan bara versnað og yf­ir­drátt­ur­inn er kom­inn í há­mark. Ólíkt heim­il­is­bók­hald­inu hleyp­ur þessi yf­ir­drátt­ur þó á millj­örðum.“

Áslaug segir að fjárhagsvandræði borgarinnar stafi af því að vinstri meirihlutinn hafi lagt meiri áherslu á eigin hugðarefni en þjónustu við íbúa. „Þegar for­eldr­ar barna í mygluðum skóla láta í sér heyra yppa borg­ar­full­trú­ar öxl­um og þegar fólk lokast inni vegna snjó­komu er bent á að þjón­ustu­hand­bók um vetr­arþjón­ustu sé í end­ur­skoðun. Þá er ótal­inn leik­skóla­vand­inn, skort­ur á viðhaldi og um­hirðu, sís­tækk­andi yf­ir­stjórn og önn­ur atriði sem ým­ist skýr­ast af bágri fjár­hags­stöðu eða skorti á vilja borg­ar­yf­ir­valda til að þjón­usta íbúa.“

Áslaug segir að stjórnendur borgarinnar verði að átta sig á því að borgin er til fyrir fólkið en ekki öfugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Heimurinn árið 2030 – Björgun eða voði?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Heimurinn árið 2030 – Björgun eða voði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Hugleiðing um áramót

Thomas Möller skrifar: Hugleiðing um áramót