fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: 75 ár

Eyjan
Laugardaginn 13. maí 2023 15:25

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hélt uppá 75 ára afmælið mitt á dögunum með glæsibrag. Mogginn gerði mig að afmælisbarni dagsins með æviágripi og ættartölu sem er keppikefli allra ellilífeyrisþega. Mér bárust margar afmæliskveðjur með ráðleggingum fyrir framtíðina. „Er ekki kominn tími til að hætta að vinna?“ sögðu nokkrir og stungu uppá reglulegri golfiðkun til að drepa tímann í ellinni. Aðrir sögðu að nú væri upplagt að flytja til Spánar og liggja í sólbaði til æviloka. Hvorugur þessara kosta heillar mig. Ég yrði að byrja að drekka aftur til að geta haldið út fleiri klukkustunda dvöl á spænskum sundlaugarbakka eða golfvelli. Mikið var um   „ertu enn“ spurningar. „Ertu enn að keyra bíl? Ertu enn í húsinu? Ertu enn áskrifandi að Mogganum?“ Spurningin sem hékk í loftinu var: „Ertu enn að reyna að slá í gegn? Er það ekki fullseint?“

Ég skellti mér í tilefni afmælis á tónleika með gömlu hljómsveitinni Jethro Tull með flautuleikaranum Ian Anderson. Það kom mér þægilega á óvart að Anderson er árinu eldri en ég sjálfur. Hann dansaði eins og andsetinn töframaður blásandi í þverflautuna á öðrum fæti. Röddin var veik en lífsgleðin óbreytt. Annar jafnaldri okkar gerði það líka gott í vikunni. Karl kóngur Breta (f. 1948) fékk loksins vinnu eftir áratuga bið. Nú hætta allir að spyrja: „Ertu enn að bíða eftir að verða kóngur?“

Ég fann vel hvernig hjörtu okkar Andersons og Kalla kóngs slógu í takt í vikunni. Eitt frægasta lag Jethro Tull heitir: „Too old to rock’n roll. Too young to die!“ Ég er þessu ósammála. Við Kalli og Anderson erum reyndar allt of ungir til að deyja en aldrei of gamlir fyrir gott rokk og ról.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 45 mínútum
Óttar Guðmundsson skrifar: 75 ár

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Áminning á sumardaginn fyrsta

Steinunn Ólína skrifar: Áminning á sumardaginn fyrsta
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
EyjanFastir pennar
05.04.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennar
04.04.2025

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin