fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Hrafnkell blandar sér í deilur Óskars og Tómasar – „Hlustaðu bara á þetta, hann er eins og hann hafi verið skotinn í bakið“

433
Mánudaginn 24. apríl 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Dr. Football hefur blandað sér í deilur þar sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks og Tómas Þór Þórðarson ristjóri enska boltans deila.

„Ég er sammála Tómasi, mér finnst að Stefán eigi að byrja leiki og mér finnst hann hafa verið lítið nýttur til að berja. En það sem Tómas þarf að fara að læra, þegar einhver andmælir Tómasi og er ekki sammála honum. Þá er ekki hægt að móðgast alltaf og fara í mestu vörn í heiminum, að mínu mati,“ sagði Hrafnkell i Dr. Football í dag.

Eftir leik Blika gegn Val í síðustu umferð Bestu deildarinnar bað Óskar íþróttafréttamenn að fara ekki fram úr sér í umræðunni um sóknarmanninn Stefán Inga Sigurðarson. Stefán hafði farið vel af stað í deildinni og skorað í fyrstu tveimur umferðunum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Í útvarpsþættinum bað Tómas Óskar afsökunar á að hafa talað Stefán upp, þó með miklum kaldhæðnistón. Í kaldhæðnislegri ræðu sinni baðst Tómas einnig afsökunar á að hafa sett pressu á aðra unga og efnilega leikmenn í fortíðinni.

Eftir tapið gegn ÍBV í gær var Óskar spurður út í ræðu Tómasar í viðtali við Fótbolta.net. „Mér fannst hún yfirdrifin, skrítin og helst honum til vansa. Ég skil ekki hvert hann er að fara með þetta. Eina það sem mér gekk til var að við erum með leikmann sem er vissulega 22 ára, en hann er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild. Hann er búinn að vera þrjú og hálft ár í bandarískum háskóla og missa af stórum hluta tímabilsins hjá okkur. Hann hefur aldrei klárað tímabil og aldrei byrjað tímabil,“ sagði Óskar.

Gott fyrir Tómas að fara í svona stríð:

Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr Football reyndi að ræða málið við Hrafnkel í þætti dagsins „Var hann ekki bara að færa rök fyrir sínu máli?,“ sagði Hjörvar

„Hlustaðu bara á þetta, hann er eins og hann hafi verið skotinn í bakið. Tómas þarf að læra það að það getur einhver verið ósammála honum og þá er það bara þannig.  Tómas, ég fýla hann. Hann þarf að bæta sig í þessu, það er bara mitt mat,“ sagði Hrafnkell.

Hjörvar telur að fyrir íþróttafréttamann eins og Tómas sé það sterkt að deila við þjálfara Íslandsmeistaranna á opinberum vettvangi.

„Ég held að inn í þetta blandist inn í þetta Víkingur og Breiðablik, í hausnum á Óskari og þér.  Veistu hvað það er gott fyrir hann sem fjölmiðlamann að besti þjálfarinn á Íslandi sé að svara honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur