fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Jörundur segir frá skilaboðum sem Åge Hareide sendi honum um helgina – „Ég ætla ekki alveg svo djúpt í það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. apríl 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá KSÍ, eyddi miklum tíma með nýja landsliðsþjálfaranum Åge Hareide í síðustu viku.

Hareide var kynntur til leiks sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins á þriðjudag. Hann tekur við starfinu af Arnari Þór Viðarssyni.

Norðmaðurinn heillaði þjóðina og nýja samstarfsmenn sína hjá KSÍ upp úr skónum á dögunum hér. Svo hélt hann aftur heim til Noregs.

„Hann sendi mér mynd í gær. Þá var hann búinn að vera úti á sjó að veiða humar. Hann sendi mér mynd af aflanum“ sagði Jörundur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardag.

Tómas Þór Þórðarson sló á létta strengi og spurði Jörund hvort hann og Hareide væru orðnir bestu vinir.

„Ég ætla ekki alveg svo djúpt í það en ég er búinn að eyða miklum tíma með honum í þessari viku. Það var margt sem hann þurfti að spá í og ég var honum til halds og trausts. Hann er viðkunnanlegur maður og gefur mikið af sér.“

Nú er Hareide á flakki að hitta íslenska landsliðsmenn og kynnast þeim fyrir komandi átök. Hann sagði frá þessu í viðtali við 433.is eftir að hann tók við í síðustu viku.

Það má sjá hér að neðan.

video
play-sharp-fill

Einnig var rætt við Jörund Áka.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framlengdu samning hans í kyrrþey á meðan hann var í veðmálabanni

Framlengdu samning hans í kyrrþey á meðan hann var í veðmálabanni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg staðreynd um varnarleik Arsenal

Ótrúleg staðreynd um varnarleik Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið
433Sport
Í gær

Svava leggur skóna á hilluna

Svava leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera
Hide picture