fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Eyjan

Símon Orri ráðinn sölustjóri smart og atvinnubíla hjá Öskju

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. apríl 2023 14:26

Símon Orri Sævarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Símon Orri Sævarsson hefur verið ráðinn til Bílaumboðsins Öskju. Símon mun gegna starfi sölustjóra smart og Mercedes Benz sendibíla. Bílaframleiðandinn smart býður upp á rafknúna bíla í hæsta gæðaflokki og er nýjasta viðbótin í vöruframboð Öskju. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Símon starfaði hjá Heklu frá árinu 2013 áður en hann færði sig yfir til Öskju. Hann sinnti þar ýmsum störfum en nú síðast starfi vöru- og verkefnastjóra á sölusviði. Þar á undan var hann viðskiptastjóri fyrirtækjasölu. Símon er með Meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur verið viðloðandi bílasölu frá barnsaldri.

Bílaumboðið Askja og bílaframleiðandinn smart hófu samstarf haustið 2021. Mercedes-Benz og Geely, einn stærsti bílaframleiðandi Kína, eru í samstarfi í þróun og framleiðslu þessar nýju bíla sem senn munu  sjást á götum landsins. Félögin eiga sitthvor 50% hlutdeildina í smart og markmiðið er að ná fram því besta frá hvorum heimi. Þannig leggur Mercedes-Benz til hönnun að innan og utan en Geely leggur til framleiðsluþekkingu og verksmiðjur.  smart er meðal annars með 5 stjörnur í Euro NCAP og var það einn besti árangur rafbíla í árekstrarprófunum. Sala á smart bílum mun hefjast á næstu vikum og koma fyrstu bílar til landsins síðar á árinu.

 Mercedes-Benz er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum og njóta þeir vinsælda hér á landi eins og víða um heim. Askja býður upp á mikið úrval Mercedes-Benz atvinnubíla af öllum stærðum og gerðum og hefur fjölgað mjög að undanförnu rafknúnum atvinnubílum í flotanum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi