Wilfried Zaha gæti loks verið að ganga í raðir Arsenal en samkvæmt Foot Mercato á Ítalíu hefur Arsenal bæst í hóp þeirra liða sem vilja kauða.
Zaha sem er þrítugur rennur út af samningi hjá Crystal Palace í sumar.
Arsenal reyndi að kaupa Zaha sumarið 2019 en eftir erfiðar viðræður við Palace ákvað Arsenal að kaupa Nicolas Pepe.
FC Bayern og Borussia Dortmund hafa bæði áhuga á að fá Zaha frítt í sumar og Monaco er einnig í hóp þeirra liða.
Zaha fór til Manchester United á sínum yngri árum en það gekk ekki upp og snéri aftur til Palace þar sem hann hefur blómstrað.