Gary Neville sérfræðingur Sky Sports og fyrrum fyrirliði Manchester United fer ekki fögrum orðum um Glazer fjölskylduna sem nú er með félagið í söluferli.
Glazer fjölskyldan hefur ákveðið að söluferlið fari í þriðju umferð og að þeir sem vilji kaupa félagið leggi fram nýtt tilboð.
Búist er við að ferlið taki að skýrast í lok apríl en Neville segir Glazer fjölskylduna gera þetta illa. Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe eru báðir með í ferlinum og vilja kaupa félagið.
„Þeir eru að búa þetta til á meðan þetta er í gangi, þetta er ömurlegt söluferli. Þeir verða að fara út fyrir lok maí til að nýr eigandi geti farið inn á markaðinn og haldið áfram,“ segir Neville.
„Að fara með þetta í þriðju umferð er bara skortur á heiðarlega, markaðurinn hefur ekki svarað þeim óskum sem þeir vilja. Það virðist sem hver einasti fjölskyldumeðlimur ætli að taka 1 milljarð punda úr þessu, þau eru fimm. Ef Glazer heldur áfram þá fer allt á annan endann.“