Sagt er frá því í fjölmiðlum í Færeyjum að Víkingur Reykjavík hafi reitt fram milljónir til þess að fá Gunnar Vatnhamar frá Víkingi í Götu.
Víkingur R. keypti varnarmanninn frá Færeyjum í síðustu viku og samkvæmt miðlum í Færeyjum var kaupverðið átta milljónir króna.
Víkinar æddu út á markaðinn þegar Kyle Mclagan sleit krossband skömmu fyrir mót og vantaði liðinu varnarmann.
„Mér er tjáð að Víkingur hafi greitt í kringum 400 þúsund danskar krónur fyrir Gunnar Vatnhamar,“ segir Tróndur Arge blaðamaður í Færeyjum á Twitter.
400 þúsund danskar krónur eru rúmar 8 milljónir í íslenskum krónum. Gunnar byrjaði á meðal varamanna í 0-2 sigri Víkings á Stjörnunni í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.