fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Fáir tóku eftir merkinu sem var á jakka Rúriks Gísla í beinni í gær – Stráði salti í sárin

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason sérfræðingur Viaplay og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu var mættur í beina útsendingu í gær að fara yfir leiki í Meistaradeild Evrópu.

Rúrik og Kári Árnason fóru vel og ítarlega yfir leik Manchester City og FC Bayern þar sem lærisveinar Pep Guardiola unnu 3-0 sigur.

Rúrik sem er  uppalinn HK-ingur var mættur með merki félagsins í jakka sínum. Fáir tóku eftir þessu en  HK vann frækinn 4-3 sigur á Breiðablik á mánudag.

Sigurinn var einn sá óvæntasti í efstu deild í nokkur ár en HK eru nýliðar í Bestu deildinni en Blikar eru ríkjandi meistarar.

„Þetta var HK, lið fólksins frammistaða,“ sagði Rúrik á Viaplay í gær.

Flest augu voru á Manchester-borg þar sem heimamenn í Manchester City tóku á móti Bayern Munchen í gær.

City byrjaði betur og á 27. mínútu komst liðið yfir. Þá fékk Rodri nóg af plássi fyrir utan vítateig Bæjara og átti svo draumaskot upp í hornið fjær. Yann Sommer áttu ekki möguleika í marki gestanna.

Heimamenn voru mun betri í seinni hálfleik og juku þeir forskotið á 70. mínútu. Þá gerði Dayot Upamecano, sem átti skelfilegan leik í kvöld, slæm mistök, boltinn endaði hjá Erling Braut Haaland sem setti boltann glæsilega á kollinn á Bernardo Silva sem skoraði.

Skömmu síðar gerði Haaland sjálfur svo þriðja mark City með frábærri afgreiðslu.

Lokatölur 3-0 fyrir City sem er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn í Þýskalandi í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum