fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Leggjast gegn því að skemmtistaður Óla Geirs fái áfengisleyfi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. apríl 2023 19:00

Óli Geir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Reykjanesbæjar leggst alfarið gegn því að skemmtistaðurinn LUX við Hafnargötu í Reykjanesbæ verði veitt tímabundið atvinnuleyfi. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta en skemmtistaðnum, sem er í eigu plötusnúðsins og athafnamannsins Óla Geir Jónssonar, var lokað skyndilega um síðustu helgi vegna skorts á tilskyldum leyfum.

Fyrirhugað var að halda þar einkasamkvæmi og tónleika með tónlistarmanninum Flóna en þegar gesti bar að var búið að loka staðnum og þurfti að færa veisluna annað.

Áfengisleyfið afturkallað um miðjan mars

Skemmistaðurinn var opnaður í apríl í fyrra og fékk þá ótímabundið áfengisleyfi.  Það var afturkallað þann 13. mars síðastliðinn og hafði staðurinn því verið rekinn án leyfa síðan þá. Ekki kom fram í síðustu viku hvers vegna  leyfið var afturkallað en í umsögn bæjarráðs kemur fram að vegna sögu eftirlitsaðila viðburðar væri það ámælisvert að veita stað Óla Geirs tækifærisleyfi.

Bæta þurfi eftirlit við viðburði staðarins, endurbæta húsnæði og umhverfi og þá þurfi að gæta betur að aldurstakmari gesta. Þá hafi sífelldar kvartanir nágranna vegna umgengni og hávaða síðustu mánuði sitt að segja.

Í ljósi ofangreinds lagðist Bæjarráð því alfarið gegn því að þetta tækifærisleyfi yrði veitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“
Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum