fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Stefnir í að hann skipti enn einu sinni um félag í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 11:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægri bakvörðurinn Hector Bellerin hefur verið á ferð og flugi undanfarin ár og eru líkur á að hann skipti enn einu sinni um félag í sumarglugganum.

Bellerin, sem er 28 ára gamall, er nú á mála hjá Sporting í Portúgal. Hann gekk í raðir félagsins í janúar frá Barcelona.

Spánverjinn hefur hins vegar ekki unnið sér inn fast sæti í liðinu. Hann gerði aðeins saming út þessa leiktíð og fer líklega í sumar.

Bellerin fór aðeins frá Arsenal til Barcelona síðasta sumar en stoppaði stutt við í Katalóníu.

Á síðustu leiktíð var hann á láni hjá Real Betis.

Nú eru miklar líkur á að Bellerin haldi aftur til Betis í sumar. Hann elskaði dvölina hjá félaginu og vill fara þangað aftur.

Bellerin lék alls 239 leiki fyrir aðallið Arsenal, en hann kom upp í gegnum unglingastarf félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok