fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Óvænt ummæli Van Persie um titilbaráttuna

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 10:00

Van Persie yfirgaf Arsenal fyrir Manchester United árið 2012. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnugoðsögnin Robin van Persie telur að Arsenal verði enskur meistari í vor.

Hollenski sóknarmaðurinn lék með Arsenal um árabil en fór til Manchester United eftir að hafa raðað inn mörkum tímabilið 2011-2012.

„Það er á þessum tímapunkti sem hvert stig skiptir virkilega miklu máli,“ segir Van Persie, sem varð enskur meistari með United 2013.

Arsenal er með átta stiga forskot á Manchester City á toppi deildarinnar, en síðarnefnda liðið á leik til góða.

„Þeir hafa átt nokkra erfiða leiki en þeim tókst samt að ná í þrjú stig. Það er það sem meistaralið gera. Þeir hafa sannað sig en það er alltaf erfiðast að sigla þessu heim í lokin. Það verður athyglisvert að sjá hvað gerist.“

Van Persie er allt annað en vinsæll hjá stuðningsmönnum Arsenal eftir að hafa farið yfir til United. Það kemur því einhverjum á óvart að hann segist samgleðjast liðinu ef það stendur uppi sem sigurvegari.

„Persónulega held ég að þeir muni vinna deildina. Það er langt síðan svo ég yrði glaður fyrir þeirra hönd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur