fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Strákarnir okkar fá íslenskan stuðning í Liechtenstein í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 11:44

Um 20 stuðningsmenn Íslands þurfa að láta vel í sér heyra í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein

Það er búist við um tuttugu íslenskum áhorfendum á leik íslenska karlalandsliðsins gegn Liechtenstein hér ytra í dag.

Um annan leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins 2024 er að ræða. Bæði fengu þau skell í fyrsta leik. Eins og við öll vitum tapaði íslenska liðið 3-0 gegn Bosníu-Hersegóvínu. Liechtenstein tapaði 4-0 gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal.

Strákarnir okkar þurfa að svara fyrir tapið á fimmtudag með góðri frammistöðu í dag. Allt annað en sannfærandi sigur yrðu vonbrigði.

Þeir munu fá einhvern stuðning úr stúkunni því búist er við um 20 Íslendingum þar.

Arnar Þór Viðarsson sagði á fréttamannafundi í gær að allir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn nema Þórir Jóhann Helgason. Hann væri að glíma við veikindi og það þyrfti að taka stöðuna á honum fyrir leik.

Leikur Liechtenstein og Íslands hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum