fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Strákarnir okkar fá íslenskan stuðning í Liechtenstein í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 11:44

Um 20 stuðningsmenn Íslands þurfa að láta vel í sér heyra í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein

Það er búist við um tuttugu íslenskum áhorfendum á leik íslenska karlalandsliðsins gegn Liechtenstein hér ytra í dag.

Um annan leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins 2024 er að ræða. Bæði fengu þau skell í fyrsta leik. Eins og við öll vitum tapaði íslenska liðið 3-0 gegn Bosníu-Hersegóvínu. Liechtenstein tapaði 4-0 gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal.

Strákarnir okkar þurfa að svara fyrir tapið á fimmtudag með góðri frammistöðu í dag. Allt annað en sannfærandi sigur yrðu vonbrigði.

Þeir munu fá einhvern stuðning úr stúkunni því búist er við um 20 Íslendingum þar.

Arnar Þór Viðarsson sagði á fréttamannafundi í gær að allir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn nema Þórir Jóhann Helgason. Hann væri að glíma við veikindi og það þyrfti að taka stöðuna á honum fyrir leik.

Leikur Liechtenstein og Íslands hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“