fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Leyniskjöl varpa ljósi á fyrirætlanir Pútíns með Moldóvu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. mars 2023 08:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef áætlanir Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, ná fram að ganga þá verður Moldóva aðskilin frá Vesturlöndum og tengd Rússlandi á öllum opinberum sviðum árið 2030 í síðasta lagi. Þetta kemur fram í rússneskum leyniskjölum sem var lekið frá stjórn Pútíns.

Fyrir nokkrum vikum sökuðu stjórnvöld í Moldóvu rússnesk stjórnvöld um að undirbúa valdarán í landinu.

Í leyniskjölunum kemur fram að langtímamarkmið Pútíns sé að taka Moldóvu yfir með þróuðum blendingshernaði.

Skjöllunum var lekið til evrópskra og bandarískra fjölmiðla. Þetta er fimm síðna langt skjal þar sem áætlun Rússa er lýst. Það var unnið í samvinnu stjórnar Pútíns og leyniþjónustunnar.

Fyrir nokkrum vikum afhjúpuðu blaðamenn sömu fjölmiðla aðra áætlun Rússa um innlimum Hvíta-Rússlands í rússneska ríkjasambandið og á henni að vera lokið 2030.

Áætlun Pútíns gengur ekki út á að hernema Moldóvu eða innlima landið í rússneska ríkjasambandið. Hún gengur út að styðja og hvetja hópa, sem eru hliðhollir Rússum, stöðva aðlögun Moldóvu að ESB og NATÓ, stöðva samvinnuna við nágrannaríkið Rúmeníu og tengja Moldóvu við Rússland pólitískt, hernaðarlega, efnahagslega og hvað varðar aðföng.

Áætlunin var gerð vorið 2021 og er skipt niður eftir samfélagslegri uppbyggingu Moldóvu og tímaáætlun sem teygir sig fram til 2030, eins og áætlunin með Hvíta-Rússland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Í gær

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“