fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Alfreð og Hákon komust á blað í Danmörku

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. mars 2023 18:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason var eini markaskorari Lyngby í dag sem spilaði við Horsens í dönsku úrvalsdeildinni.

Alfreð hefur verið að koma sterkur inn í lið Lyngby undanfarið og gerði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli.

Sævar Atli Magnússon lék með Lyngby og var í byrjunarliðinu en fór af velli snemma leiks eftir höfuðhögg.

Aron Sigurðarson spilar með Horsens og tók þátt og þá lék Kolbeinn Finnssonn einnig allan leikinn fyrir Lyngby.

Í sömu deild var annar Íslendingur á skotskónum en Hákon Arnar Haraldsson gerði það mark fyrir FC Kaupmannahöfn.

Hákon skoraði fyrra mark FCK sem vann 2-1 sigur en Ísak Bergmann Jóhannesson var ekki með að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum