fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Lék í úrvalsdeildinni aðeins þremur dögum eftir að bróðir hans var myrtur – ,,Spilaði fyrir móður mína“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. mars 2023 15:16

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serge Aurier spilaði þremur dögum eftir að bróðir hans var myrtur í Frakklandi en hann segir sjálfur frá þessu.

Bróðir Serge, Christopher, var skotinn til bana í júlí árið 2020 en þá var sá fyrrnefndi á mála hjá Tottenham.

Flestir hefðu tekið sér mun lengri tíma í að syrgja fjölskyldumeðlim en Aurier vildi sýna styrk sinn og spilaði í 3-1 sigri gegn Newcastle.

Í dag er Aurier leikmaður Nottingham Forest og hefur tjáð sig um mjög erfiðan tíma.

,,Ég spilaði fyrir móður mína. Hún þurfti að vita af því að lífið heldur áfram. Við misstum bróður minn sem við elskuðum svo heitt,“ sagði Aurier.

,,Ég vildi fyrst og fremst spila þennan leik því þetta er vinnan mín. Eftir það þá erum við með okkar líf og fjölskyldur.“

,,Þetta var erfiður tími fyrir mig en ég er sterkur og vildi sýna mömmu það. Já við misstum bróður minn en þú átt annan strák í þessu lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“