fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Unnusta Birkis Bjarna enn í áfalli: Fer frá Tyrklandi og segir „Ég veit ekki hvenær ég sé Birki aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. febrúar 2023 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er komið að því fyrir mig að fara heim til Frakklands og kveðja mitt annað heimili í Tyrklandi,“ segir Gordon Sophie unnusta Birkis Bjarnassonar leikmanns Adana Demirspor.

Sophie var ein heima hjá sér þegar hræðilegar jarðskjálftar riðu yfir Tyrkland en Birkir var staddur á ferðalagi með liði sínu.

Sophie og Birkir hafa verið saman síðustu ár og búsett í Tyrklandi, hún treystir sér hins vegar ekki lengur til að búa í Adana.

„Það á enginn að upplifa það sem ég ein gekk í gegnum á mánudag, þetta er hræðilegasta augnablik sem ég hef upplifað. Ég er andlega og líkamlega fín,“ segir Sophie.

Getty Images

Jarðskjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrkland og Sýrland á mánudag. Hann átti upptök sín nærri milljónaborginni Gaziantep í samnefndu héraði að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS. Skjálftinn átti upptök sín á 17,9 km dýpi. Skömmu eftir að hann reið yfir fylgdi eftirskjálfti upp á 6,7. Mikið mannfall er á svæðinu.

„Ég er með brotið hjarta að yfirgefa Adana,“ segir hún einnig.

„Ég veit ekki hvenær ég sé Birki aftur, ég veit ekki hvort hann fari aftur til Adana. Ég vil ekki að hann geri það. Við vitum ekki hvort fótboltinn haldi áfram en ég vil fá hann með mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal