fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Unnusta Birkis Bjarna enn í áfalli: Fer frá Tyrklandi og segir „Ég veit ekki hvenær ég sé Birki aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. febrúar 2023 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er komið að því fyrir mig að fara heim til Frakklands og kveðja mitt annað heimili í Tyrklandi,“ segir Gordon Sophie unnusta Birkis Bjarnassonar leikmanns Adana Demirspor.

Sophie var ein heima hjá sér þegar hræðilegar jarðskjálftar riðu yfir Tyrkland en Birkir var staddur á ferðalagi með liði sínu.

Sophie og Birkir hafa verið saman síðustu ár og búsett í Tyrklandi, hún treystir sér hins vegar ekki lengur til að búa í Adana.

„Það á enginn að upplifa það sem ég ein gekk í gegnum á mánudag, þetta er hræðilegasta augnablik sem ég hef upplifað. Ég er andlega og líkamlega fín,“ segir Sophie.

Getty Images

Jarðskjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrkland og Sýrland á mánudag. Hann átti upptök sín nærri milljónaborginni Gaziantep í samnefndu héraði að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS. Skjálftinn átti upptök sín á 17,9 km dýpi. Skömmu eftir að hann reið yfir fylgdi eftirskjálfti upp á 6,7. Mikið mannfall er á svæðinu.

„Ég er með brotið hjarta að yfirgefa Adana,“ segir hún einnig.

„Ég veit ekki hvenær ég sé Birki aftur, ég veit ekki hvort hann fari aftur til Adana. Ég vil ekki að hann geri það. Við vitum ekki hvort fótboltinn haldi áfram en ég vil fá hann með mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar