fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Fréttavaktin: Mikil loftmengun, íslensk vindorkuuppfinning vekur athygli og bók Harrys

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tími aðgerða – og það strax – er runninn upp til að minnka loftmengun hér á landi. Landvernd segir ástandið algerlega óboðlegt. Mengunin fer sjaldnast yfir 20 í Reykjavík en fór í 190 í dag. Ágústa Jónsdóttir, umhverfisfræðingur og varaformaður Landverndar fer yfir málið með Sigmundi Erni á fréttavaktinni í kvöld.

Þar verður einnig fjallað um þau tíðindi að Evrópusambandið hefur styrkt þrettán evrópsk fyrirtæki, þar af sex íslensk, um 1,4 milljarða til að þróa vind- og sólarorkulausnir fyrir flutningaskip. Íslensk uppfinning vekur þar athygli, en hún hverfist um vindhverfla í opnum gámaeiningum.

Og loks er fjallað um bókina hans Harry prins sem er rifin út og vekur heimsathygli. Okkar sérfræðingur í konungsfjölskyldunni, blaðamaður Oddur Ævar, útskýrir fyrir áhorfendum Fréttavaktarinnar hvað er í gangi í höll Karls konungs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?