fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Með yfirlýsingu vegna atriðis í áramótaskaupinu – Hesthaus á priki sé árás á heimili, friðhelgi og einkalíf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. janúar 2023 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Halldórsson, formaður Landsambands hestamanna og íbúi á Skrauthólum 2 við Esjurætur, gerir athugasemdir vegna níðstangaratriðis í áramótaskaupinu. Segja má að Guðni og eiginkona hans séu fyrirmyndir að hjónum sem birtast í eftirminnilegu atriði í skaupinu. Hjónin segjast þar vilja kaupa glæsilegan hest, taka af honum hausinn og reisa níðstöng á lóð nágranna sinna.

Atriðið vísar í fréttamál frá síðasta vori þar sem tekist var á um starfsemi Sólsetursins á Skrauthólum. Reist var níðstöng hjá Sólsetrinu í lok apríl og var hesthöfuð á stönginni.

Sjá einnig: Níðstöng reist við Sólsetrið undir Esjurótum

Guðni segir að hann og eiginkona hans taki sig ekki alvarlega og sjái spaugilegar hliðar á flestu. Hins vegar sé umrætt atvik svo alvarlegt að þeim þykir nauðsynlegt að koma því á framfæri að þau hafi engan þátt átt í því að reisa níðstöngina. Einnig hafi níðstöngin ekki beinst gegn þeim. Þetta kemur fram í Facebook-færslu hjá Guðna og vill hann koma fimm athugasemdum á framfæri vegna atriðisins í skaupinu:

    1. Við áttum engan þátt í þessum verknaði eins og flestir vita.
    2. Það að vakna með hesthaus á priki fyrir framan húsið sitt er árás á heimili, friðhelgi og einkalíf. Við upplifðum þetta sem ofbeldi og hótun sem olli hræðslu, óöryggi, kvíða og vanlíðan á heimilinu sem enn sér ekki fyrir endann á.
    3. Verknaðinum var ekki beint gegn okkur hjónum (þó að við höfum talið svo vera í fyrstu) eða öðrum sem búa í löglegu, skráðu húsnæði á Skrauthólum heldur vorum við einfaldlega “í skotlínunni”
    4. Samkvæmt okkar upplýsingum frá þeim sem framkvæmdu verknaðinn þá snérist þetta ekki um að vera á móti trommandi hippum í sveitinni. Heldur því að af þeirra sögn að vekja athygli á að „þarna var verið að misþyrma og beita fólki alvarlegu ofbeldi, þar á meðal kynferðislega og bjóða börn inn í það umhverfi”. Það gleymist, að þeirra sögn, hversu ógeðslegt ofbeldið var og fékk að grassera þar í mörg mörg ár.
    5. Grín um að verið sé að kaupa fallegan hest til að sarga af honum hausinn er líka eitthvað sem okkur hestafólki finnst flestu tæplega fyndið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar
Fréttir
Í gær

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“
Fréttir
Í gær

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“