fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Pogba ástæðan fyrir því að Arnautovic kom ekki

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 21:19

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var í raun Paul Pogba að kenna að Marko Arnautovic gekk ekki í raðir Manchester United árið 2016.

Þetta segir Arnautovic sjálfur en Jose Mourinho, stjóri Man Utd, á þessum tíma vildi fá sóknarmanninn til liðsins frá West Ham.

Arnautovic hefði kostað dágóða upphæð á þessum tíma en hann er 33 ára gamall í dag og leikur með Bologna á Ítalíu.

Man Utd skoðaði meira að segja að fá Arnautovic í sínar raðir í sumar en að lokum varð ekkert úr þeim skiptum.

Mourinho er aðdáandi austurríska landsliðsmannsins og skoðaði þann möguleika ítarlega að semja við hann árið 2016.

Það var áður en Pogba skrifaði undir á Old Trafford og kostaði liðið 90 milljónir punda frá Juventus.

,,Hann vildi fá mig til liðsins þegar ég var hjá West Ham. Hann spurði mig hvað ég myndi kosta, ég svaraði og spurði hvort hann vildi enn fá mig,“ sagði Arnautovic.

,,Hins vegar þá ákvað Manchester United að kaupa Paul Pogba og peningarnir voru ekki til staðar svo ég gæti einnig samið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga